Okkar árlegi jólabasar verður haldinn laugardaginn 17. nóvember milli klukkan 12 og 17.

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin að upplifa allt sem skólinn hefur upp á að bjóða þennan dag og vonum að Vetur konungur heiðri okkur með nærveru sinni þetta árið.

Ásamt fjölbreyttu úrvali af handverki verður einnig Jurtaapótek Lækjarbotna, Bambus.is og Stroka með vörur til sölu. Það verður kaffi og með´í fyrir unga sem aldna, brúðuleikhús og sirkus og eldbakaðar pizzur.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest ♥