Jólabasar 2018

Okkar árlegi jólabasar verður haldinn laugardaginn 17. nóvember milli klukkan 12 og 17.

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin að upplifa allt sem skólinn hefur upp á að bjóða þennan dag og vonum að Vetur konungur heiðri okkur með nærveru sinni þetta árið.

Ásamt fjölbreyttu úrvali af handverki verður einnig Jurtaapótek Lækjarbotna, Bambus.is og Stroka með vörur til sölu. Það verður kaffi og með´í fyrir unga sem aldna, brúðuleikhús og sirkus og eldbakaðar pizzur.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest ♥

Hinn árlegi jólabasar verður 18. nóvember 2017

Jólabasar Waldorfskólans í Lækjarbotnum 2017 verður haldinn laugardaginn 18. nóvember kl. 12-17. Allir eru hjartanlega velkomnir í dalinn okkar þar sem mikið verður um að vera, kaffihús, eldbakaðar pizzur, handverk, brúðuleiksýningar, tónlist o.fl. Hlökkum til að sjá ykkur!

Jólabasar

Jólabasar Waldorfskólans í Lækjarbotnum verður haldinn laugardaginn 19. nóvember kl. 12-17. Allir eru hjartanlega velkomnir í dalinn okkar þar sem mikið verður um að vera, kaffihús, eldbakaðar pizzur, handverk, brúðuleiksýningar, tónlist o.fl.

jolabasar

Skólasetning 2016

Skólasetning Waldorfskólans í Lækjarbotnum verður mánudaginn 22. ágúst klukkan 15:00.

Að vanda hvetjum við alla til að klæða sig eftir veðri því við látum fátt stoppa okkur í útiveru. Við munum gróðursetja tré eins og undanfarin ár og biðjum við ykkur að hafa með fötu og skóflu að heiman.