Leirkofinn er á móti sólu og á vorin og haustin er hægt að vinna á pallinum.  Ró og friður er á meðan leirinn mótast í höndunum og unglingarnir reyna á innra og ytra jafnvægi þegar þeir renna í rennibekk ýmsa nytjamuni. Í leirkofanum er einnig litað með ýmsum steinefnum og slippum sem síðan er brennt og hluti af leirmununum lendir á matarborðinu í skólanum. Yngri börnin gera ýmsar æfingar sem styrkja og forma við að móta í leir. Í leirkofanum eru einnig gerðar körfur úr tágum.