Í skemmunni er salurinn og smíðavinnustofa eldri barnanna og einnig bakaríið okkar og eldofninn.  Nemendur læra allt um korntegundir, rækta einnig korn í garðinum og mala það og baka úr því með íbættum fjallargrösum, kúmeni og hvannarlaufi sem þau hafa tínt sjálf. Börnin læra að setja brauðið inn og taka út úr ofninum og allur baksturinn verður þeim augljós. Við hátíðleg tækifæri breytist salurinn í sirkussmiðju eða leikhús og við bjóðum upp á kaffi og bakkelsi eða flatbökur.