Í hinum óvenjulega tálgunarkofa er kveiktur eldur með spæni sem safnast hefur frá síðustu tálgun. Allir læra að kveikja upp og fá það hlutverk að viðhalda eldinum. Kofinn er í næsta húsi við hænurnar og inni í birkiskóginum þar sem nóg er um efni.  Börnin saga sjálf greinarnar og höggva til með exi og sitja síðan í hring og tálga. Þegar vorar þá sitjum við fyrir utan og birkilyktin er allsráðandi. Við tínum lauf og notum í brauð, te, olíur og til að lita ullargarn.