Í Lækjarbotnum erum við umkringd hólum, hæðum og fjöllum.  Yfir háveturinn er sólin í felum og það ríkir því viss eftirvænting þegar daginn tekur loks að lengja og við sjáum aftur til sólar.  Í byrjun febrúar þegar fyrstu sólargeislarnir skína á okkur þá höldum við hátíð og fögnum endurkomu sólarinnar.  Til siðs er að flytja leikþátt á hátíðinni um veðmál sólarinnar og norðanvindsins og við stígum öll saman sólartrommudansinn.
Sólartromman

Þið sem viljið dansa komið með
Já við komum.
Þið sem viljið tromma.
Það viljum við.
Sjáið kæru sólina ljóma,
Heyrið sólartrommuna óma.
Sólin stýrir himnanna dansi,
Þúsund ljósa stjörnu kransi.

 

Lag eftir Pär Ahlbomsolartromman