Í leikskólanum sköpum við heimilislegt, traust umhverfi fyrir börnin, umhverfi sem hlífir þeim við ytra áreiti og síbylju. Notaðir eru hlýlegir og mildir litir, húsgögn, leikföng og annar búnaður eru úr náttúrulegum efnivið. Sérstaða leikskólans er það umhverfi sem hann er stadddur í og er það óþrjótandi uppspretta fyrir leiki og efnivið sem notaður er við ýmis tækifæri. Lögð áhersla á nokkra þætti sem okkur þykja nauðsynleg uppeldi og vexti barna á leikskólaaldri og verður hér farið yfir þá í stuttu máli.

Góðar fyrmyndir eru börnunum nauðsynlegar og er það eitt meigin hlutverk  waldorf-kennarans að vera iðin og sinna daglegum störfum. Leikskólakennarinn býr til leikföng og nytjahluti, vökvar blóm, gróðursetur, úrbýr mat og þess háttar, börnin ýmist leika hjá eða hjálpa til. Með því að hafa góða fyrirmynd tileinka þau sér þessi störf, öðlast hagnýta þekkingu og reynslu sem er grunnurinn að því að manneskjan nái að höndla sína daglegu tilveru sem fullorðin einstaklingur. Einnig upplifa börnin og skilja snemma nauðsyn þess að hlúa að umhverfinu, fá hagnýta kunnáttu og venjast því að meðhöndla mismunandi náttúruleg efni.

Regla og hrynjandi eru nauðsynleg börnum til þess að geta vaxið örugg í sínu umhverfi. Í leikskólanum ríkir ákveðinn dags, viku og árshrynjandi. Morgunstund og sögustund skapa t.d. dagshrynjandann, vikan hafur sinn hrynjanda sem markast meðal annars af bakstri á þrðjudögum, málun á miðvikudögum o.s.fv. og árshrynjandinn markast af hátíðum og öðrum árstíðarbundnum störfum.

Barnið tekur eftir því sem er i umhverfi þess, tekur það til sín og leikur eftir. Þetta er kjarni frjálsa leiksins og í leikskólanum er séð til þess að frjáls og sjálfsprotinn leikur sé þungamiðja dagsins og að gefin sé nægur tími fyrir samfelldan leik þar sem barnið er þátttakandi út frá sínum eigin forsendum. Í þesskonar leik öðlast barnið sterkari sjálfsmynd og eflir svo dæmi séu tekin, félagsþroska, málþroska og skapandi hugsun.

Ævinstýri, söngvar og þulur eiga fastan sess í deginum. Sungnir eru söngvar, farið í leiki og sagðar þulur í morgunstundum og við ýmis tækifæri og í sögustund er farið með ævintýri og sögur sem gefa barninu tækifæri á að þroska með sér siðferðisvitund öðlast samkend. Einnig er skapandi starf áberandi, leitast er við að nota náttúrulegan efnivið og er barnið hvat til upplifunar og einstaklingsbundinnar leiðar til að tjá sig.