Loftsins er hægt að njóta í sveiflu í kaðli eða í rólu. Flugdrekar leika í loftinu og börnin standa í roki á brún hæðanna til að finna kraft vindanna.  Vindmyllur og vindbelgur gera vindinn sýnilegri.  Á veturna verður þessi kraftur einnig til þess að við þurfum að hjálpast að við að komast um, eldri krakkarnir hjálpa þeim yngstu til og frá rútunni og stundum er veðrið þannig að það tefur skólastarfið og við látum vindinum eftir skólasvæðið og dveljum heima í fríi frá skólanum.