Vatnið seyðir manninn til sín, rennandi eða frosið sem snjór og ís. Rennandi vatn gefur ótal möguleika til leikja á öllum aldri og vatnströppurnar eru seyðandi að sjá og heyra.  Þær eru steyptar eftir rannsóknum á kröftum og hreyfingum vatnsins og hreinsandi eiginleikum þess.  Þær gefa öllu svæðinu nýjan kraft bæði til vaxtar og einnig til sköpunar. Lækurinn ber báta og blöð sem ýtt er af stað og ber þau alla leið í tjörnina.