Næringarfræði byggð á mannspeki, er grunnurinn að eldamennskunni í skólanum. Af alúð og umhyggju er eldað úr lífrænu hráefni og er hrynjandi í matseðlinum sem á sérstaklega vel við yngri nemendur en einnig er breytt til fyrir unglingana. Grunnurinn er meðal annars að allur hluti plöntunnar sé til staðar í hverri máltíð.  Rót, stöngull, ávöxtur eða blómið.  Þetta getur þýtt að gulrót, salat og korn sé í matinn. Yfirleitt er grænmeti og kornmatur á boðstólnum, fiskur reglulega en nokkrum sinnum á ári er breytt út af venju, þá er þorramatur, hangikjöt og kjötsúpa á borðinu.  Hver bekkur borðar með sínum kennara bæði morgunverð og hádegismat og allir fara með matarvers og þakka einnig fyrir matinn saman.

Svona er vikan byggð upp:
mánudagar: grautur
þriðjudagar: pasta
miðvikudagar: kínóa
fimmtudagur: súpa
föstudagur: baunapottréttur