1. Waldorfskólinn hefur háleit menntunarmarkmið fyrir hvern og einn nemanda. Samtímis eru uppeldismarkmiðin langtíma verkefni. Markmið skólans er að vekja lífstíðaráhuga fyrir menntun, með því að styrkja nemendur, vekja forvitni og undrun. Öll þekking er vegur til nýrrar þekkingar sem hver og einn nemandi kýs að ganga.
  2. Waldorfskólinn leggur áherslu á að miðla þekkingu á umhverfisvitund, m.a. lífrænni ræktun, á menningarmálum og að efla tengingu nemenda við heiminn. Þetta krefst vinnuaðferða sem dýpka skilning þeirra á námsefninu. Með því að vinna í lotum fær nemandinn tíma til að dýpka skilning sinn á námsefninu og eykur getu hans til einbeitingar.
  3. Námskráin speglar þroska barnsins. Kennslan kemur til móts við það á mismunandi vegu. Námsefnið mætir þörfum nemandans á ólíkum aldurskeiðum. Kennarinn miðlar námsefninu munnlega og heldur augnsambandi við nemendur. Þetta styrkir þá í að upplifa og tengjast innihaldinu, og faglegur munur í nemendahópnum verður ekki eins afgerandi fyrir hvern einstakan nemanda og þátttöku hans í skóladeginum.
  4. Í Waldorfskólum er símat allt skólaárið sem tekið er saman í ársbréfi í lok hvers skólaárs. Í vitnisburði eldri bekkja eru upplýsingar um kunnáttu nemandans í hinum ýmsu fögum. Ársbréfið inniheldur einnig jákvætt mat bekkjarkennarans á þroskaskrefum nemandans.
  5. Í Waldorfskólanum eru þrjár þekkingarleiðir sem nemendur eru leiddir í gegnum: Bóklegt nám, verkleg vinna svo sem handverk, og listir. Þessar þrjár leiðir eru mikilvægar á öllum aldursskeiðum, meðal annars til þess að nemendur hafi seinna frjálst val þegar kemur að áframhaldandi námi og starfi.
  6. Í Waldorfskóla fléttast listir og handverk inn í allt annað nám. Þegar nemendur hafa tileinkað sér ákveðið námsefni í gegnum frásögn þá endursegja þeir með því að teikna, skrifa texta, móta í leir eða skapa leikrit o.s.frv. Með því að vinna á þennan hátt, þá notar nemandinn sína mismunandi eiginleika á fjölbreyttan hátt. Það gerir að hann getur tileinkað sér námsefnið og gert það að sínu eigin.
  7. Góðar kennsluaðferðir eru áræðnar. Nemendur þarfnast áskorunar frá umhverfinu til að æfa, gera mistök, ná tökum á efninu og reyna upp á nýtt. Waldorfskólinn gefur rými til þessa í öllum fögum. Í öllu starfi Waldorfskólans er lögð áhersla á það að nemendur, í gegnum daglegt líf í skólanum, þjálfist í því að gera hluti fyrir hvor aðra og geti tekið á móti frá hvor öðrum.
  8. Waldorfuppeldisfræðin gerir þær kröfur til kennarans, að hann sé í stöðugri þróun. Þegar kennarinn leggur fram námsefnið á fjölbreyttan hátt, t.d. sem framsögn, með teikningu, tónlist, eða leirmótun, þá þroskast kennarinn til jafns við nemandann. Þetta verklag gefur kennarum innblástur til kennslunnar.
  9. Nemendur mæta frá fyrsta degi, skóla þar sem allir, bæði kennarar og nemendur, eru jafnir. Kennarar mæta nemendum með handabandi og innileika við hurð kennslustofunnar. Það að vera jafningjar er ekki í mótsögn við að kennarinn sé leiðbeinandinn gagnvart bekknum eða barnahópnum.
  10. Waldorfskóli er meira en staður til kennslu. Hann er einnig menningarsetur því að þar er unnið með tónleika, leikhús, sirkus og markaði sem þjóna bæði fjölskyldum og samfélaginu. Það eru ekki aðeins kennarar og nemendur sem finnst að þeir séu hluti af og eigi hlut í Waldorfskólanum. Foreldrar upplifa þetta einnig í gegnum þátttöku sína, og skuldbindingu, í skólastarfinu, samtímis sem þeir fá innlit í skólann sem barnið þeirra er í.