Veröldin en ennþá falleg í augum barnins, sem nú hefur lokið sínu öðru skólaári. Kennarinn hefur nú kynnst barninu vel. Hann/hún gegnir lykilhlutverki í skólagöngu barnsins og hefur þá mikilvægu ábyrgð að leita jafnvægis í kennslunni þannig að mismunandi eiginleikar í persónuleika barnsins fái notið sín.

Dæmisögur og goðsagnir eru grunnurinn að náminu. Í sögunum birtast mannlegir styrk- og veikleikar og og  barnið getur tileinkað sér setningar eins og ,,sterkur sem björn”, ,,hræddur sem héri” og ,,klókur sem refur”. Þau teikna í vinnubókina sína eða móta persónur úr bývaxi. Kennslan byggir á því sjónræna og listræna.

Morgunstund kennslunnar fær aukna dýpt sem ýtir undir einbeitingu í bekknum.

Í tungumálatímum er notast við munnlega kennslu þar sem kennarinn talar og börnin herma eftir.  Í reikningi læra þau deilingu og margföldun og teikna myndir út frá tölustöfunum. Í skriftartímum læra þau að skrifa stafrófið.

Í tónlistarkennslunni er notast við pentatóníska fimmtóna skalann og í hrynlist er áhersla lögð á hringformið. Hringurinn er í senn geómetrísk og samfélagsleg æfing. Börnin sitja í hring í skólastofunni og táknar hringurinn hina órjúfanlegu bekkjarheild.

Byrjað er á myndun orðmynda í stað einstakra hljóða fyrir eitt orð, þar til börnin ná tökum á helium setningum í myndrænu formi.  Einnig er leytast við að tvinna stemningu og innri fegurð ljóðsins eða textans inn í myndbygginguna.  Æfingar eru kenndar sem eru hugareflandi og viljastyrkjandi, þar sem allur hópurinn myndar stórt og fallegt form úr litlum einstaklingsformum.

Málun, formteikning og tilraunir með liti halda áfram. Í handverki er lögð áhersla á jafnvægi milli huga og handar.  Í handmennt sauma nemendur handavinnupoka sem þau sauma í nafnið sitt og mynstur. Í handavinnupokanum geyma þau síðan vinnuna sína á milli verka út alla skólagönguna.  Í tálgun læra þau að saga og pússa og æfa áfram fínvinnu.