Að hausti 2014 gerði Námsmatsstofnun úttekt á starfsemi Waldorfskólans í Lækjarbotnum, svokallað Ytra mat.  Markmið þeirrar úttektar var að leggja mat á starfsemi skólans með hliðsjón af gildandi lögum og reglugerðum um grunnskóla. Í skýrslu Námsmatsstofnunar sem birt er á heimasíðu stofnunarinnar koma fram fjölmargar ábendingar um styrkleika skólans sem og tillögur til umbóta. Starfsmannaráð Waldorfskólans í Lækjarbotnum og þau er málið varðar, hafa kynnt sér innihald skýrslunnar og sett fram tímasetta áætlun um með hvaða hætti og hvenær brugðist verður við þeim tillögum og ábendingum er fram koma í skýrslunni.

Hér er umbótaáætlunin aðgengileg á PDF-sniði:

Umbótaáætlun september 2017