Það er stefna Waldorfskólans í Lækjarbotnum og Waldorfleikskólans Yls að búa nemendum og starfsfólki okkar eins öruggt umhverfi og mögulegt er.  Gera þarf ráð fyrir að óvæntir og hættulegir atburðir geti komið upp.  Við slíkum atburðum verðum við að geta brugðist eins vel og kostur er.    Mikilvægt er að kennarar og starfsfólk skólans kynni sér eftirfarandi leiðbeiningar, helst ekki sjaldnar en við upphaf hvers skólaárs.

Ekki er að vænta að þeir sem þurfa að færa sér leiðbeiningarnar í nyt á hættustund, muni öll þau atriði sem fjallað er um.  Þess vegna er mikilvægt að lesa textann og gátlistann yfir, einmitt þegar áfall dynur yfir og álag og streita eru í hámarki.  Betra er að taka fáeinar mínútur til þess að lesa yfir hvert atriði sem sinna þarf og láta listana leiða sig áfram, en að gleyma mikilvægum þáttum.

Sumir atburðir geta gerst svo skyndilega að ekki gefst tími til að lesa gátlista og þá þurfa allir starfsmenn að kunna fyrstu viðbrögð.  Með fyrstu viðbrögðum er verið að tala um það sem gerist fyrstu mínúturnar eftir að atburðarrás hefst, t.d. við eldsvoða eða jarðskjálfta.

Að flestu leiti má segja að almenn heilbrigð skynsemi sé mikilvægasti þátturinn í öryggismálum okkar eins og alls staðar. Höldum því vöku okkar og verum fyrirhyggjusöm og varkár.

Öryggishandbókin er aðgengileg hér á PDF-sniði:
Vörn gegn vá – öryggishandbók 2016-2017