„Viljinn er sérstaklega ráðandi í þróun fyrstu þriggja ára barnsævinnar og er einkennandi fram að tannskiptum og skólagöngu. Við tengjumst umheiminum í gegnum viljann, „festum rætur“ á jörðinni. Mikilvægustu skyldur foreldra fram að sjö ára aldri barnsins eru að leyfa því að vera barn, vernda barndómskraftana. Barnið er algert skynfæri og lifir í viljanum. Barnið ber skaða af að mæta heimi þar sem eitt stangast á við annað, þar sem ekkert er alveg ekta. Við þurfum, sem uppalendur, að venja okkur á að hugsa, tjá og koma þannig fram að hin yfirgnæfandi hvöt barnsins til að herma eftir fái eitthvað rétt að herma eftir, eitthvað sem verður fyrirmynd fyrir líf  þess. Með því að herma eftir og leika sér þá bindur barnið sig veröldinni og umbreytir öllum áhrifum í eiginleika“. (Hans Möller. Námskrá Ellen Key Waldorfskólans)

Veröldin er góð

Barnið nemur og mótar vilja sinn beint útfrá því sem það skynjar og sér í umhverfi sínu, ómeðvitað og undirmeðvitað. Það skynjar allt umhverfi sitt með allri veru sinni, nánast trúarlega gefur sig á vald umhverfi sínu. Með opinni andakt og elsku nemur allt og er eins og eitt stórt skynfæri og skynjunin mótar barnið á allan hátt, einnig líkamlega. Þess vegna ætti barnið að fá að skynja aðeins það sem er satt, gott og fallegt. Barnið sé umvafið uppeldi sem hugsi og lifi sem svo og geri barninu kleift að þroskast fyllilega. Foreldri og uppalandi stendur frammi fyrir spurningum sem reyna á staðfestu og vilja, þegar þau spyrja sig í fullri einlægni um hvaða umhverfi maður lætur barnið sitt í.

Hvernig maður skapar umhverfi sem ýtir undir þessa trúarlegu andakt hjá barninu fyrir lífinu, fyrir mikilfengi þess og fegurð, ekki með innprentun heldur heilbrigðri fyrirmynd. Sem er grunnur að skólagöngu barnsins á frískan og heilbrigðan hátt. Hjálpar barninu á annað sálarlegt plan þegar það fer að taka fullorðinstennur.