„Í andlegum vísindum þá skiptum við manneskjunni niður í þessa 4 líkama.

Í fullkomnri manneskju þá myndi jafnvægið sem alheimurinn birtir vera alsráðandi en í raunveruleikanum er það ekki svo. Þannig er hægt að sjá manneskjuna sem ekki alveg fullkomnaða; en kennsla og fræðsla myndi fullkomna hana. Eitt af fjórum frumeðlunum lifir sterkast í hverju barni og það er fræðslan og kennslan sem þarf að samræma þessi fjögur atriði“. (Steiner, Stuttgart, 1919) 

Ef  égið er allsráðandi – það er að segja ef það er vel þroskað þá sjáum við að þunglyndi (melancolic) er ráðandi.

Manneskja sem lifir sterkt í lífslíkamanum hefur ríkjandi léttlyndi (sanguine) og ef hún lifir mest í gegnum sálarlíkamann þá sjáum við bráðlyndi (choleric). Ef efnislíkaminn er ráðandi þá lifir hún mest í hæglyndi (phlecmatic).