Stofninn að grunnhæfileikum manneskjunnar og eru forsenda alls þess sem síðar kemur er; ganga – tala – hugsa.

„Úr þessum þremur hæfileikum sem birtst hver um sig á fyrsta, öðru og þriðja aldursári vaxa síðan allir síðari eiginleikar. Við getum líka sagt: Það er viljinn, tilfinningin og hugsunin sem koma í ljós í framangreindri röð. Réttur þroski og jafnvægi milli vilja-, tilfinninga og hugsunarhæfileika hlýtur að vera undirstaða hverrar uppeldisfræði sem virðir heildarþroska manneskjunar“. (Námskrá Ellen Key Waldorskólans)

 Listin þarf að streyma um allt nám í Waldorfskólanum og listræn og fagurfræðileg viðhorf eiga að endurspegla alla kennslu og nám. Námið á að vera frá sál til sálar og er uppeldisfræði hjartans. Fram að kynþroska-aldrinum þarf kennarinn að umbreyta þekkingarefninu í lifandi myndir til þess að geta skapað jafnvægi milli efnis-líkamans og hins sálrænt-andlega.

„Það er ekki til nein ein Waldorfaðferð. Það sem þarf við kennsluna er hugmyndaflug; fantasía og sköpun. Það er Waldorfskóla-andinn. Það er sá andi sem sprottinn er úr sannri mannþekkingu sem er hvatinn í Waldorfskólunum. Gagnvart þeim anda verður kennarinn að standa frjáls og sjálfráður. Láti kennarinn þennan anda streyma um sig og verka í gegnum sig við kennsluna, þá getur kennarinn í sjálfu sér gert hvað sem er með nemendum sínum, því þá gerir kennarinn aðeins það sem hann álítur rétt að gera. En búi kennarinn ekki yfir skapandi hugmyndaafli þá gengur kennslan ekki upp. Í rauninni þarf kennarinn um leið og hann stígur inn í kennslustofuna að gleyma því að það er eitthvað til sem heitir námsskrá. Námsskráin á að vera í höndum kennarans sjálfs og skapast hverju sinni í því lifandi samtali og víxlverkan sem kennarinn á við bekkinn. Þannig á það að vera, því það er til marks um það að kennslan er lifandi, að lífið streymi um bekkinn“. (Kunsten á undervise)