Starfsáætlun

Waldorfskólinn Lækjarbotnum 2024-2025

Starfsáætlun

Starfsáætlun Waldorfskólans Lækjarbotnum er upplýsingarit um skólann, auk þess sem hún er handbók og stefnumótandi rit fyrir skólastarfið. Starfsáætlunin er endurskoðuð árlega og inniheldur helstu upplýsingar um skólann, áherslur og markmið með skólastarfinu. Hún heldur einnig utan um skipulag og helstu verkefni skólaársins, fyrirkomulag kennslu, venjur og siði í skólastarfinu.

Innihald áætlunarinnar

Í árlegri starfsáætlun er m.a. gerð grein fyrir skóladagatali, þ.m.t. lengd jólaleyfis, páskaleyfis og annarra vetrarleyfa, starfsáætlun nemenda, skólareglum, stoðþjónustu, félagslífi og öðru því sem varðar starfsemi skólans ár hvert. Starfsáætlun skóla skal árlega lögð fyrir skólanefnd til staðfestingar sem staðfestir gildistöku hennar þegar ljóst er að hún hafi verið unnin í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá, kjarasamninga og ákvarðanir sveitarstjórnar um fyrirkomulag skólahalds.