Um okkur

Í Waldorfskólanum í Lækjarbotnum byggir skólastarfið á waldorfuppeldis- og kennslufræði þar sem mikil áhersla
er lögð á að stuðla að alhliða þroska nemandans.
P1020680

Starfsfólk

Fjölbreyttur hópur fólks starfar við leik-og grunnskólann sem gerir starfið líflegt og skemmtilegt.

Eldsmiðjan

Byggingar

Byggingarnar á svæðinu samanstanda af skólastofum, handverkstæðum og hænsna- og tálgunar kofa ásamt Skemmunni þar sem nemendur og starfsfólk geta bakað í flatbökur og annað góðgæti í eldofni.

útisvæðið

Leiksvæði

Skólalóðin og nærumhverfi er byggt upp þannig að það henti sem leik- og námsvettvangur fyrir alla aldurshópa. Trjáplöntur hafa verið markvisst gróðursettar af foreldrum og nemendum til að mynda skjólbelti fyrir leiksvæðið.

Eldsmidjalod

Eldsmiðja

Eldsmiðjan stendur í jaðri skólalóðarinnar. Upp úr strompinum liðast reykurinn og taktföst hamarslög nemenda á steðja berast um skólasvæðið er þau hamra heitt járnið.

grodurhus

Garðurinn

Skólagarðar og gróðurhús eru staðsett á lóðinni sem nýttir eru til náttúrufræðikennslu og heimilisfræði. Hver bekkur hefur sinn skólagarð þar sem ræktaðar eru rótarávextir, blóm og kryddjurtir til matseldar.

threttandinn1

Hátíðir

Hver hátíð á sér aðdraganda, nemendur fyllast eftirvæntingu og tilhlökkun, sem nær sínum hápunkti á sjálfum hátíðisdeginum. Sköpuð er ákveðin stemmning í kringum hátíðirnar þar sem áhersla er lögð á samveru og dregnar eru fram myndir sem barnið getur fundið samhljóm með.

IMG_8964

Matseld

Næringarfræði mannspeki Rudolf Steiners er grunnurinn að eldamennsku í skólanum. Af alúð og umhyggju er eldað úr lífrænu hráefni og er hrynjandi í matseðlinum sem á sérstaklega vel við yngri nemendur og er reglulega breytt til að höfða til eldri nemendur.