Matseld

Næringarfræði mannspekikenninga Rudolf Steiners
er grunnurinn að eldamennsku í skólanum.

Lífrænt hráefni

Af alúð og umhyggju er eldað úr lífrænu hráefni og er hrynjandi í matseðlinum sem á sérstaklega vel við yngri nemendur og er reglulega breytt til að höfða til eldri nemendur.

Grunnurinn er meðal annars að allur hluti plöntunnar sé til staðar í hverri máltíð. Rót, stöngull, ávöxtur eða blóm. Oftast nær er grænmeti og kornmatur á boðstólnum, fiskur er reglulega matreiddur nokkrum sinnum á ári en þegar hátíð ber að garði líkt og Þorrablót, er boðið upp á hangikjöt og jafnvel kjötsúpu. Afurðir skólagarða eru á boðstólnum á haustmánuðum en nemendur læra geymsluaðferðir svo sem súrsun, sykrun og söltun, sem gefur matráð tækifæri til að nýta uppskeru nemenda allt skólaárið.

Matseðill vikunnar

Byrgjar

braudhusid
Facebook-image
baenduribaenum
Screenshot 2021-01-04 at 15.25.31