Garðurinn

Skólagarðar og gróðurhús eru staðsett á lóðinni

sem nýttir eru til náttúrufræðikennslu og heimilisfræði.

Skólagarðar

Á skólalóðinni eru matjurtagarðar sem eru skipaðir í formtengslum við hinar sjö plánetur sólkerfisins, Merkúríus, Venus, Jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Leikskólinn hefur eigin garð sem endurspeglar sólarformið. Hver bekkur hefur sinn skólagarð þar sem ræktaðar eru rótarávextir, blóm og kryddjurtir til matseldar. Nemendur taka þátt í að undirbúa jarðveginn fyrir útsæðin á vorin og uppskera í upphafi skólaárs að hausti undir handleiðslu kennara.

Gróðurhús

Við hlið skólagarðanna stendur gróðurhús þar sem nemendur kynnast hvernig ylrækt getur gagnast við kalt veðurfar líkt og hér á landi. Ýmsar viðkvæmar jurtir eru gróðursettar, svo sem agúrkur og tómatar. Nemendur taka þátt í umhirðu jarðvegs í gróðurhúsinu og vökvun jurta. Reglulega eru ræktunarsvæði gróðurhússins endurskipulögð og nemendur fá tækifæri í að hanna innan rýmis gott aðgengi og staðsetningu ræktunarkassa.