Hátíðir

Mikjálshátíð, þrettándinn, þorrablót, sólarkaffi, páskaskemmtun, ólympíuleikar, luktarhátíð, aðventugarður og margt fleira.

Hlutverk hátíða

Hátíðir skipa stóran sess í lífi skólans og gegna þýðingarmiklu hlutverki í þroska hvers nemenda. Þær endurspegla þá sálarstemmningu sem bærist innra með hverri manneskju í hrynjanda ársins. Sköpuð er ákveðin stemmning í kringum hátíðirnar þar sem áhersla er lögð á samveru og dregnar eru fram myndir sem barnið getur fundið samhljóm með. Þannig geta hátíðirnar haft djúpstæðan tilgang og styrkt tengsl barnsins við eigin veru en jafnframt að það upplifi sig sem hlut af heildinni.

Hver hátíð á sér aðdraganda, nemendur fyllast eftirvæntingu og tilhlökkun, sem nær sínum hápunkti á sjálfum hátíðisdeginum.

Fyrir utan sjálfar hátíðirnar eru haldnar ýmsar aðrar uppákomur sem einnig hafa það markmið að styrkja félagstengsl skólabarna sín á milli ásamt tengslum skóla og heimilis. Þannig er sköpuð heildræn tilvera fyrir nemendur.