Grunnþættir menntunar

Í aðalnámskrá grunnskóla eru skilgreindir sex grunnþættir

menntunar; læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði
og mannréttindi, jafnrétti og sköpun

Grunnþættir í Aðalnámskrá grunnskóla

Grunnþættir í menntun ásamt áhersluþáttum grunnskólalaga skulu vera leiðarljós í almennri menntun og starfsháttum í grunnskóla. Þeir eiga að birtast í inntaki námsgreina og námssviða aðalnámskrár, í hæfni nemenda, námsmati, skólanámskrá og innra mati skólans. Grunnskólinn er eina skólastigið sem nemendum er skylt að sækja og er því mikilvægur vettvangur til að þroska með nemendum hæfni í anda grunnþáttanna og sem búa þau undir þátttöku í lýðræðissamfélagi

Sex grunnþættir menntunar

Grunnþættirnir eiga að vera sýnilegir í námskrám allra kennslugreina með einum eða öðrum hætti.
samfelagsfraedi

Sköpun

List og listræn vinna fléttast inn í flesta þætti sem unnir eru í Waldorfskólanum. Sköpun á sér stað í kennslu allra námsgreina, í hönnun og útlit skólans, menntun kennaranna, samskipti innan skólans og í félagslegri samveru.

uppskera

Sjálfbærni

Það að fá að vera í snertingu við lífið á lifandi hátt er forsenda þess að börnin geti fundið kærleika til umhverfisins.   Kærleikur og virðing fyrir náttúrunni er forsenda þess að nemandinn umgangist auðlindir jarðar á ábyrgan hátt og getur tekur ákvarðanir með velferð hennar að leiðarljósi.

abc

Læsi

Í skólanum er mikið lagt upp úr góðu læsi í víðum skilningi og áherslur lagðar á upplifananám þar sem hugtök eru gerð lifandi.  Reynsla umbreytir hugtök í þekkingu og auðgar samhliða reynsluheim nemanda.

isnjo

Lýðræði og mannréttindi

Það er afgerandi fyrir sjálfsmynd nemenda að þeir upplifi að þeir geti tekið þátt í því sjálfir hvernig skólasamfélagið mótast. Waldorfskólinn leggur áherslu á að mennta nemendur með lýðræðislegum hætti til eflingar lýðræðisvitundar.

krakkaruti

Heilbrigði og velferð

Skólastarfið í Lækjarbotnum einkennist af samvinnu, samábyrgð og samkennd. Að bera virðingu fyrir hvort öðru og okkur sjálfum er eitt af þeim gildum sem viðtekin eru í Lækjarbotnum. Mikið er lagt upp úr að nýta nærumhverfi skólans.

utskrift

Jafnrétti

Menntun í Waldorfskólanum í Lækjarbotnum gengur út frá því að öll kyn eigi jafna möguleika, hverju barni er mætt sem manneskju, burtséð frá kyni, aldri og búsetu, hvort þau séu með þroskahamlanir, hver lífsskoðun þeirra sé og trú, ætterni og þjóðerni eða tilheyra minnihlutahópum.