Skólaráð

Starfsáætlun skólaráðs 2022-2023

Skólaráð

Í skólaráði sitja

 • Hildur Margrétardóttir, skólastjóri
 • Anna Rut Steinsson, kennari
 • Brynhildur Stefánsdóttir, fulltrúi úr foreldraráði
 • Sigrún Eiríksdóttir, fulltrúi foreldra
 • Þórlaug Sæmundsdóttir, fulltrúi foreldrafélags
 • Bettý Gunnarsdóttir, fulltrúi Vinir Waldorf (hollvinasamtök)

Starfsáætlun skólaráðs

Í Waldorfskólanum Lækjarbotnum er starfrækt skólaráð skv. 8. grein laga nr. 91/2008 um grunnskóla.  Hlutverk ráðsins er fyrst og fremst samráðsvettvangur starfsmannaráðs og skólasamfélagsins um skólahald.

Skólaráðið tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans í samræmi við stefnu skólans í uppeldisfræði og stefnu menntamálaráðuneytis um skólahald.

Skólaráð Waldorfskólans fjallar um:

 • Skólanámskrá, rekstraráætlun, starfsáætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið.
 • Fjallar um fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skólans og gefur umsögn áður en endanlegar ákvarðanir um þær eru teknar.
 • Fylgist með öryggi, húsnæði, aðstöðu, aðbúnaði og almennri velferð nemenda
 • Fjallar um skólareglur, umgengnishætti í skólanum.
 • Fjallar um erindi frá skólanefnd sveitarfélags, foreldrafélagi, starfsmannaráði, nemendafélagi, einstaklingum, menntamálaráðuneyti og öðrum aðilum og veitir umsögn sé þess óskað og aðstæður eru til.

Skólaráðið fjallar ekki um málefni einstakra nemenda, foreldra eða starfsfólk skólans.