Foreldrafélag

Waldorfskólans í Lækjarbotnum

Foreldrafélag

Grunnskólalög kveða á um að í öllum skólum skuli vera foreldrafélag og foreldraráð. Í litlum skólum er þetta tvennt oft samofið, eins og í tilfelli Lækjarbotna. Allir foreldrar eru sjálfkrafa félagar í foreldrafélaginu og á aðalfundi þess á haustin geta foreldrar sóst eftir að komast í hópa eða stjórn félagsins.

Stjórn foreldrafélagsins

Hafdís Hrund Gísladóttir , formaður – hafdishrund@gmail.com

Magnea Tómasdóttir – magneatomasdottir@gmail.com

 

Þátttaka foreldra

Virkt foreldrafélag er mikilvægur hluti af því að gera skólann að besta mögulega stað sem hægt er. Við hvetjum hverja fjölskyldu til að leggja fram krafta sína í foreldrafélagið, í hið minnsta eitt ár meðan á skólagöngu barnsins stendur og verða þannig hluti af þessu spennandi ferli. Því fleiri sem leggja félaginu lið, því betra fyrir skólann. Margar hendur vinna létt verk.

Hugur, hjarta og hönd

Árið 2011 voru þrír vinnuhópar foreldrafélagsins stofnaðir – Hugur, Hjarta, Hönd – hver með sínar áherslur. Oddvitar foreldrafélagsins leiða hvern þessara hópa, sem hittast einu sinni í mánuði. Á 6-8 vikna fresti hittist stjórn foreldrafélagsins til að vinna að málefnum sínum auk þess að stilla saman strengi með vinnuhópunum.


Hugur

Hugur einbeitir sér að skýrum samskiptaleiðum foreldra, skóla og barna. Stendur m.a. fyrir fyrirlestrum og fræðslu af ýmsum toga, fer með nemendaverndarmál, styður við nemendaráð og tekur þátt í gerð foreldrahandbókar.

Hjarta

Hjartað er hlýjan í starfsemi foreldrafélagsins. Það einbeitir sér að því að byggja upp samfélagið með það fyrir augum að rækta vináttu, gestrisni og þakklæti. Hjartað sér um að bjóða nýja foreldra formlega velkomna í samfélagið og hjálpar til við skipulagningu á hátíðum og samkomum yfir árið þar með talið jólabasarinn, opið hús og samverustund foreldra.

Hönd

Höndin beinir kröftum sínum að umhverfi skólans. Hún vinnur að því að viðhalda mannvirkjum á skólalóðinni, að fegra umhverfið og að tryggja öryggi nemenda og kennara. Handarhópurinn sér m. a. um að: skipuleggja viðhald á skólahúsnæðinu, þróa útileiksvæði, fegra umhverfið m.a. með skógrækt, skipuleggja vinnuhelgar og helgarþrif. Einnig að fylgja eftir vinnu þar sem ýtt er á skipulagsyfirvöld Kópavogs að staðfesta skólastarfsemina í Lækjarbotnum í aðalskipulagi til framtíðar.

Helgarþrif

Sú ábyrgð hvílir á herðum foreldra að húsnæði skólans sé þrifið reglulega. Handahópur foreldrafélagsins heldur utan um allt er varðar helgarþrif skólans en skólinn útvegar öll þrifáhöld. Þrifalistann fá foreldrar sendan í tölvupósti. Foreldrar fylgjast sjálfir með hvenær þeir eiga að sjá um þrif samkvæmt lista.