Skólareglur

Kennarar, nemendur og foreldrar hafa
komið sér saman um gildandi skólareglur

Skólareglur

  • Nemendur koma fram af virðingu við starfsfólk skólans, samnemendur og sýna almenna kurteisi og tillitsemi í orði og verki.
  • Nemendur fylgja fyrirmælum starfsfólks.
  • Nemendur ganga hljóðlega um skólahúsnæði. Skólinn er vinnustaður okkar allra, hver starfsmaður og nemandi á rétt á því að fá frið til að sinna sínum verkefnum í leik eða starfi.
  • Nemendur ganga vel um skólann, eigur hans og annarra jafnt úti sem inni.
  • Skólalóðin er leiksvæði okkar allra og við sýnum sanngirni í leik og starfi. Snjókast er ekki stundað án gagnkvæmrar vitundar og samþykkis annarra, þetta á við um alla leiki. Nemendur renna sér á sleðum sunnan megin við Rauða húsið. Krafa er um hjálm og annan viðeigandi hlífðarbúnað ef börnin renna sér á öðru en venjulegum snjóþotum (s.s. stýrissleðar, snjóbretti, skíði).
  • Ekki er leyfilegt að stunda fótbolta á skólalóðinni.
  • Ekki er leyfilegt að yfirgefa svæðið nema með sérstöku leyfi.
  • Notkun farsíma eða annarra rafeindatækja er ekki leyfileg á skólatíma.
  • Nemendur mæta ekki með sælgæti eða tyggigúmmí í skólann.