Eldsmiðja

Inni á milli birkitrjánna stendur eldsmiðjan þaðan sem reykurinn liðast upp um strompinn og taktföst slög nemenda berast.

Eldsmiðjan

Eldsmiðjan dregur að sér athygli er taktföst slög berast um skólalóðina úr smiðjunni.  Eldurinn hefur ætíð verið aðdráttarafl fyrir unga sem aldna. Hið harða og óbeygjanlega lýtur fyrir hita og ákafa eldsins. Natni hugar og handar þarf til er járnið er hamrað undir vökulum augum kennarans. Hér fá unglingarnir að reyna á samhæfni hugar og handar og skerpa á einbeitingu sinni. Nemendur fylgjast með efna- og eðlisfræðilegum eiginleikum málmsins er hann hitnar og beygist undir kraftfullum slögum þeirra.