Waldorfskólinn samanstendur af tveim skólastigum, leikskólahluti, Ylur og grunnskólahluti, Lækjarbotnum
Leikskóli
Í leikskólanum ríkir ákveðinn dags, viku og árshrynjandi. Sérstaða leikskólans er það umhverfi sem hann er stadddur í og er það óþrjótandi uppspretta fyrir leiki og efnivið sem notaður er við ýmis tækifæri.
Yngsta stig
Á fyrsta ári grunnskóla eru kennsluaðferðir grundaðar í rétti barnsins að vera barn, að fá að upplifa æsku sína í jafnvægi og forðast að það verði fyrir áhrifum af frammistöðukröfum og streitu sem einkennir heim hinna fullorðnu.
Miðstig
Á miðstigi er samkennd, litbrigði og þroski tilfinningalífsins sett í forgrunn. Hið listræna gegnumsýrir alla kennslu og taktföst uppsetning kennslustunda styður við námið. Nemendur skrifa texta og myndskreyta námsbækur sínar út frá innlögn kennara.
Unglingastig
Aðferðafræði kennslu á unglingastigi byggir á að nemendur læri í gegnum rannsóknir og vísindi, þar sem lærdómsferli nemenda er í miðpunkti. Á unglingastígi er það skólun hugsunarinnar sem er meginmarkmiðið, hvert fag er dýpkað og ígrundað.