Óveðursáætlun

Viðbragðsáætlun vegna óveðurs

Viðbragðsáætlun

Farið er eftir tilmælum almannavarna í útvarpi og veðurfréttum. Mikilvægt er að foreldrar fylgist með veðri og veðurspám og hagi sér í samræmi við aðstæður hverju sinni. Skólinn er opin nema annað sé tilkynnt.

Rúta með nemendum fer ekki af stað nema í samráði við björgunarsveitir ef búið er að lýsa yfir óveðurstígi og ófærð.

Kennslu fellur niður vegna óveðurs á skólatíma

Ef fyrirséður er stormur taka fundarstjórar leikskóla og skóla ákvörðun um lokun skóla að fengnu samráði við rútufyrirtæki og með tilliti til tilkynningar frá veðurstofu.
Ef ófyrirséður stormur skellur á tekur veðurnefnd ákvörðun um brottfarartíma rútu frá Lækjarbotnum. Skipaður er hópstjóri sem sér um að raða í rútur og stýrir á staðnum. Skrifstofa sér um að hafa samband við neyðarlínu 112 og rútufyrirtæki. Send eru út boð til foreldra með hefðbundnum hætti. Nemendum verður komið í hendur forráðamanna í öruggri fylgd starfsmanna eða annarra aðila sem til þess eru fengnir til dæmis björgunarsveit.