Foreldrafélag
Foreldrafélag
Stjórn foreldrafélagsins
Magnea Tómasdóttir – magneatomasdottir@gmail.com
Þátttaka foreldra
Hugur, hjarta og hönd
Hugur
Hugur einbeitir sér að skýrum samskiptaleiðum foreldra, skóla og barna. Stendur m.a. fyrir fyrirlestrum og fræðslu af ýmsum toga, fer með nemendaverndarmál, styður við nemendaráð og tekur þátt í gerð foreldrahandbókar.
Hjarta
Hjartað er hlýjan í starfsemi foreldrafélagsins. Það einbeitir sér að því að byggja upp samfélagið með það fyrir augum að rækta vináttu, gestrisni og þakklæti. Hjartað sér um að bjóða nýja foreldra formlega velkomna í samfélagið og hjálpar til við skipulagningu á hátíðum og samkomum yfir árið þar með talið jólabasarinn, opið hús og samverustund foreldra.
Hönd
Höndin beinir kröftum sínum að umhverfi skólans. Hún vinnur að því að viðhalda mannvirkjum á skólalóðinni, að fegra umhverfið og að tryggja öryggi nemenda og kennara. Handarhópurinn sér m. a. um að: skipuleggja viðhald á skólahúsnæðinu, þróa útileiksvæði, fegra umhverfið m.a. með skógrækt, skipuleggja vinnuhelgar og helgarþrif. Einnig að fylgja eftir vinnu þar sem ýtt er á skipulagsyfirvöld Kópavogs að staðfesta skólastarfsemina í Lækjarbotnum í aðalskipulagi til framtíðar.