Helgarþrif
Fyrirkomulag og þrifalisti
Fyrirkomulag
Sú ábyrgð hvílir á herðum foreldra að húsnæði skólans sé þrifið reglulega. Oftast sjá foreldrar um þrif í kennslustofu barna sinna en það þarf ekki endilega að vera að það hitti þannig á.
Áhöld
ATH ef það vantar áhöld í eitthvað af húsunum þá geta foreldrar bjargað sér með því að fá lánað í rauða húsinu, passa þarf að skila því aftur á sinn stað
- í rauða húsinu eru áhöld í þrifkompu sem er hliðina á salerninu leikskólamegin í húsinu,
- í græna húsinu eru áhöld í þrifkompu (önnur hurð til vinstri),
- í ljósbláa húsinu eru áhöld vinstra megin við salernið,
- í dökkbláa húsinu eru áhöld inn af kennslustofunni, hurð hægra megin,
- í skemmunni eru áhöld inn af stóra sal,
- í leirkofanum eru áhöldin við vaskinn í herberginu á móti innganginum,
- í eldsmiðjunni þarf að þrífa WC og eru áhöldin þar inni,
- í leikskólanum eru áhöld í þrifkompunni við hliðina á starfsmanna salerninu.
Mikilvægt
Mikilvægt er að vera vakandi fyrir þeim helgum sem þið eruð skráð fyrir og ef þið af einhverjum ástæðum sjáið ykkur ekki fært að mæta þurfið þið að finna lausn innan foreldrahópsins. Það er yfirleitt auðvelt að skipta innbyrðis. Höfum það í huga að börnin þurfa að koma að hreinum húsum í byrjun skólaviku. Allar ábendingar eru vel þegnar ef einhverju er ábótavant og/eða þið hafið tillögur varðandi þrif og aðstöðu. Hægt er að koma því áleiðis á ritari@waldorfskolinn.is. Skólinn vill einnig benda foreldrum á að það er ekki í boði að senda eldri börn í þrif í stað foreldra.
Punktar
Fjölskyldan hefur frá kl. 15 á föstudegi fram til sunnudags til að þrífa.
Ef skipt er um helgi þarf að láta skrifstofuna vita.
Skólinn sendir út áminningu á fimmtudegi eða föstudegi (það getur komið fyrir að engin áminning sendist) en það er alltaf á ábyrgð foreldra að muna og koma áminningu áleiðis á þann sem skipt var við.
Við mælum með að þið skráið þrifhelgarnar í dagatalið ykkar.