VELKOMIN Í

WALDORFLEIKSKÓLANN YLUR

Í Waldorfskólanum Lækjarbotnum byggir skólastarfið á uppeldis- og kennslufræði Rudolf Steiners þar sem áhersla er lögð á að stuðla að andlegum, líkamlegum og vitsmunalegum þroska nemandans.
Velkomin á YL

Við erum lítill waldorfleikskóli, staðsett úti í guðsgrænni náttúrunni rétt fyrir utan bæinn. Hingað koma flest börnin í rútu og heim með henni sömuleiðis. Á hverjum degi leika börnin úti allan ársins hring. Þau renna sér niður brekkurnar á veturna, baka drullukökur, týna blóm, gera voldugar stíflur í miklum vatnsveðrum o.fl. o.fl. Eins er hægt að hjálpa kennurunum sem sinna ýmsum verkum útivið, sem fara eftir árstíðinni. Það getur verið að þvo leiksilkin okkar og hengja upp, moka tröppurnar í mikilli snjóatíð, dytta að leiksvæðinu eða sinna hænunum. Náttúran og veðuröflin gefa endalaust af sér hér á Yl og alltaf er hægt að finna sér verkefni við hæfi.

Við leggjum áherslu á auðþekkjanlegan hvunndag fyrir börnin á Yl. Hér koma þau ávallt saman á morgnanna og mæta kennurum sínum brosandi og tilbúnum í daginn. Dagurinn byrjar með morgunhring og endar með ævintýrastund. Dagshrynjandinn gengur alltaf eins fyrir sig og ein vikuhrynjandinn. Á sama tíma fylgjum við árstíðunum eftir með stemningsríkum hátíðum sem börnin læra fljótt að þekkja og hlakka til. Leikskólinn er fallega búinn og börnin eru umvafin efnivið sem kemur eingöngu frá náttúrunni. Dúkkurnar okkar eru mjúkar og hlýjar – einstaklega hentugar fyrir knús. Hér eru á hverjum degi byggð hús, bílar o.fl. úr timburbúkkum, mjúku bómullarefni í fallegum litum og ímyndunaraflinu sem eru engin mörk sett. Frjálsi leikurinn er kjörorð okkar. Daglega leggjum við fallega á borðið okkar, kveikjum á kertaljósi og syngjum bæði fyrir og eftir matinn af virðingu fyrir náttúrunni og gjöfum hennar.

Leikskólastýra:

Ingibjörg Ósk Sigurjónsdóttir ingibjorg@waldorfskolinn.is

Deildarstjóri yngri deildar:

Auður Eysteinstóttir – audure78@gmail.com

Deildarstjóri eldri deildar:

Edda Johnsen – eddajohnsen@gmail.com

Leiðbeinendur:

Dagný Helga Ísleifsdóttir

dagnyhi@hotmail.com

Fríða Björk Einarsdóttir

fridabjorkeinarsd@gmail.com

Foreldraráð:

Sonja Bent

sonjabent@gmail.com

Heiðrún Sara Ómarsdóttir

heidrunomars@gmail.com