Vilji

Fyrstu sjö ár barnsins

Á þessu þroskaskeiði barnsins er mikilvægt að það fái að þróast í gegnum leik og í samskiptum við fullorðnar fyrirmyndir í rólegu og tryggu umhverfi. Takmark í leikskólanum og á fyrsta ári grunnskóla er að allar aðferðir eru grundaðar í rétti barnsins að vera barn, að fá að upplifa æsku sína í jafnvægi og forðast að það verði fyrir áhrifum af frammistöðukröfum og streitu sem einkennir heim hinna fullorðnu.

Barnið

Barnið nemur og mótar vilja sinn beint út frá því sem það skynjar og sér í umhverfi sínu, ómeðvitað og undirmeðvitað. Það skynjar allt umhverfi sitt með allri veru sinni, nánast trúarlega gefur sig á vald umhverfi sínu. Með opinni andakt og elsku nemur allt og er eins og eitt stórt skynfæri og skynjunin mótar barnið á allan hátt, einnig líkamlega. Þess vegna ætti barnið að fá að skynja aðeins það sem er satt, gott og fallegt. Barnið sé umvafið uppeldi sem hugsi og lifi sem svo og geri barninu kleift að þroskast fyllilega. Foreldri og uppalandi stendur frammi fyrir spurningum sem reyna á staðfestu og vilja, þegar þau spyrja sig í fullri einlægni um hvaða umhverfi maður lætur barnið sitt í.