Stefnan

Skólastefnan er byggð á mannspeki Rudolf Steiners og eru stoðir Waldorf uppeldis- og kennslufræðinnar byggðar á heildarsýn og skilningi hans á þroskastig og þroskaferil mannsins.
utivist

Stefna skólans

Í Waldorfskólanum í Lækjarbotnum byggir skólastarfið á waldorfuppeldis- og kennslufræði þar sem mikil áhersla er lögð á að stuðla að fjölþættum þroska nemandans.  Áhersla er lögð á félagsþroska og á það að skapa nálægð, annars vegar á milli nemenda og kennara, og hins vegar barnanna á milli, óháð aldri og þroska.

Bakstur

Waldorfuppeldisfræði

Megininntak Waldorfkennslufræðinnar er að stuðla að alhliða þroska manneskjunnar  – hugsun, tilfinningu og vilja. Viðfangsefnin eru sett fram á þann hátt að á hverju aldurstigi er námsefnið tengt þroskastígi barnsins með þeim tilgangi að ýta undir næstu vaxtaskref.

supagosbrunn

Vilji

Barn nemur og mótar vilja sinn beint útfrá því sem það skynjar og sér í umhverfi sínu, ómeðvitað og undirmeðvitað á fyrstu árum ævi sinnar. Það skynjar allt umhverfi sitt með allri veru sinni og stjórnast af viljanum.

tinablom

Tilfinning

Á aldurskeiðinu sem tekur við eftir sjö ára aldurinn eru það samkennd, litbrigði og þroski tilfinningalífsins sem er í forgrunni. Hið listræna gegnumsýrir alla kennslu og taktföst uppsetning kennslustunda styður við námið. Tilfinningar ráða hér ríkjum.

samfelagsfraedi

Hugsun

Þriðji fasinn, hugsun, nýtir í grunninn það sem þegar hefur fengið tækifæri á að vaxa fram, vilji og tilfinningar. Á unglingsárunum þroskast hinir vitsmunalegu kraftar nemenda sem eru nú undirbúnir til að læra í gegnum rannsóknir og vísindi.

waldorfgroup

Persónuverndarstefna

Skólinn leggur mikla áherslu á að meðferð persónuupplýsinga sé ávallt í samræmi við gildandi persónuverndarlöggjöf.