Rýmingaráætlun

Rýming
Í Waldorfskólanum Lækjabotnum og Waldorfleikskólanum Yl er í gildi áætlun um rýmingu skólahúsa ef upp kemur eldsvoði eða annað sem krefst þess að byggingar séu rýmdar í flýti. Á hverju vori fara umsjónarkennarar yfir þessa áætlun með nemendum og æfa viðbrögð bekkjarins. Á hverju vori fer einnig fram allsherjaræfing sem nær til allra starfsmanna og nemenda skólans og leikskólans þar sem viðbrögð eru æfð.