Waldorfkennslufræði

Í Waldorfskólanum í Lækjarbotnum byggir skólastarfið á uppeldis- og kennslufræði Rudolf Steiners þar sem áhersla er lögð á að stuðla að andlegum, líkamlegum og vitsmunalegum þroska nemandans.

Kennslufræðin

Megininntak Waldorfkennslufræðinnar er að stuðla að alhliða þroska manneskjunnar  – hugsun, tilfinningu og vilja. Viðfangsefnin eru sett fram á þann hátt að á hverju aldursstigi er námsefnið tengt þroskastigi barnsins með þeim tilgangi að ýta undir næstu vaxtaskref. Þekking er ekki bara markmið í sjálfu sér. Bóklegt, listrænt og verklegt starf er samþætt eins og kostur er. Kennslan fer að mestu fram munnlega og í beinum samskiptum við nemendur. Þessi kennsluaðferð skapar sterka tengingu milli nemenda og kennara sem leiðir af sér skuldbindingu og þátttöku barna. Með því að nota hreyfingu, tónlist, hrynjandi og listsköpun í kennslu fær barnið að upplifa fjölbreyttar námsleiðir sem vinna gegn námsþreytu og eykur vilja.

Ellefu ástæður til að velja Waldorfskóla

  1. Waldorfskólinn hefur háleit menntunarmarkmið fyrir hvern einstaka nemanda. Samtímis eru uppeldismarkmiðin langtíma verkefni. Markmið skólans er að vekja lífstíðaráhuga fyrir menntun með því að styrkja nemendur, vekja forvitni þeirra og undrun. Öll þekking er vegur til nýrrar þekkingar sem hver og einn nemandi kýs að ganga.
  2. Waldorfskólinn leggur áherslu á að miðla þekkingu á umhverfisvitund, m.a. lífrænni ræktun, á menningarmálum og að efla tengingu nemenda við heiminn. Þetta krefst vinnuaðferða sem eykur skilning þeirra á námsefninu. Með því að vinna í lotum fær nemandinn tíma til að dýpka skilning sinn á námsefninu og eykur getu til einbeitingar.
  3. Námskráin endurspeglar þroska barnsins og mætir þörfum háns á ólíkum aldursskeiðum. Kennslan kemur til móts við það á mismunandi hátt. Kennarinn miðlar námsefninu munnlega og heldur augnsambandi við nemendur. Þetta styrkir upplifun og tengingu nemenda við innihaldið. Hver nemandi vinnur úr efniviðnum í vinnubækur eða annarri listrænni útfærslu en með þeim hætti verður námsframvinda og námsleg staða einstaklingsbundin.
  4. Í Waldorfskólum á sér stað símat allt skólaárið sem tekið er saman í ársbréfi kennara til nemenda í lok hvers skólaárs. Ársbréfið inniheldur jákvætt mat bekkjarkennarans á þroskaskrefum nemandans og gefur nemendum upplýsandi og jákvæða sýn á eigin námsframvindu.
  5. Í Waldorfskólanum eru þrjár þekkingarleiðir sem nemendur eru leiddir í gegnum: bóklegt nám, handverk og listir. Þessar þrjár leiðir eru mikilvægar á öllum aldursskeiðum, meðal annars til þess að nemendur öðlist síðar breiðari sýn á menntunarleiðum þegar kemur að áframhaldandi námi og starfsvali.
  6. Í Waldorfskóla fléttast listir og handverk inn í öll fög. Þegar nemendur hafa tileinkað sér ákveðið námsefni í gegnum frásögn þá endursegja þeir með því að teikna, skrifa texta, móta í leir, mála, skapa leikrit o.s.frv. Nemandinn nýtir með þessu mismunandi hæfni á fjölbreyttan máta. Það leiðir til að hán getur tileinkað sér námsefnið í gegnum mismunandi námsleiðir og gert það að sínu.
  7. Góðar kennsluaðferðir gefa andrúm og tíma til að meðtaka þekkingu. Börn þurfa á áskorunum að halda frá umhverfinu sínu til að æfa, gera mistök og reyna upp á nýtt, til að ná tökum á efniviðnum. Í Waldorfskólanum gefst svigrúm til þessa í öllum fögum. Með reglubundnum uppsetningum viðfangsefna á leiksviði æfir nemandinn sig í að koma á framfæri þekkingu sinni til annara og vera nærverandi þegar samnemendur háns koma fram. Með þessum hætti verður til vettvangur æfinga, gerð mistaka og endurbóta í gegnum einstaklingsvinnu og samvirkni. Það örvar nám og þroskar virðingu og skilning fyrir eigin námsferli og annara.
  8. Waldorfuppeldisfræðin gerir þær kröfur til kennarans, að hán sé í stöðugri þróun. Þegar kennarinn leggur fram námsefnið á fjölbreyttan hátt, t.d. sem framsögn, með teikningu, tónlist, leirmótun eða annarri listsköpun, þá þroskast kennarinn til jafns við nemandann. Þetta verklag gefur kennurum innblástur til kennslunnar.
  9. Nemendur mæta frá fyrsta degi skóla þar sem allir, bæði kennarar og nemendur eru jafningjar. Kennarar taka á móti nemendum með handabandi og innileika í upphafi hvers kennsludags. Að vera jafningjar er ekki í mótsögn við að kennarinn sé leiðbeinandinn gagnvart bekknum eða barnahópnum.
  10. Waldorfskóli er meira en kennslustofnun. Skólinn er menningarsetur þar sem unnið er með tónlist, leiklist, sirkuslistir og handverksmarkaði þar sem allt skólasamfélagið tekur þátt. Það eru ekki aðeins kennarar og nemendur sem fá þá tilfinningu að þeir séu hluti af og eigi hlut í Waldorfskólanum. Foreldrar upplifa þetta einnig í gegnum þátttöku og skuldbindingu í skólastarfinu, samtímis sem þeim gefst tækifæri á að fá innlit í skólann í gegnum samvinnu.
  11. Waldorf skólanámskráin byggir á hundrað ára iðkun og reynslu. Námsefnið og markmið fyrir hvert ár myndar rammann en ekki fullunna uppskrift. Hver kennari aðlagar vinnu sína fyrir sig, að nemendum sínum og bekkjaranda. Þannig er kennslan sköpuð af þeim sem mætast í kennslustofunni og verður með því móti skapandi, persónuleg og í stöðugri endurnýjun. Við nefnum það lifandi kennslufræði.