Grunnþættir menntunar
Í aðalnámskrá grunnskóla eru skilgreindir sex grunnþættir
menntunar; læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði
og mannréttindi, jafnrétti og sköpun

Grunnþættir í Aðalnámskrá grunnskóla
Grunnþættir í menntun ásamt áhersluþáttum grunnskólalaga skulu vera leiðarljós í almennri menntun og starfsháttum í grunnskóla. Þeir eiga að birtast í inntaki námsgreina og námssviða aðalnámskrár, í hæfni nemenda, námsmati, skólanámskrá og innra mati skólans. Grunnskólinn er eina skólastigið sem nemendum er skylt að sækja og er því mikilvægur vettvangur til að þroska með nemendum hæfni í anda grunnþáttanna og sem búa þau undir þátttöku í lýðræðissamfélagi
Sex grunnþættir menntunar
Grunnþættirnir eiga að vera sýnilegir í námskrám allra kennslugreina með einum eða öðrum hætti.