Fréttir

Ólympíuleikarnir

Í dag (9. maí) er fyrsti dagur Ólympíuleikana sem eru haldnir árlega hér í Lækjarbotnum. Allir nemendur skólans sameinast og taka þátt í leikunum sem eru settir upp í anda upphaflegu forn-grísku leika.

Nemendum er skipt niður í 6 hópa, þvert á alla bekki og hefjast með leik sem starfsfólk tekur þátt í. Allir borða síðan saman hádegismat við útieldhúsið þessa vikuna.

Hátíðinni lýkur á föstudaginn með sannkölluðu Ólympíu-festivali. Þá er foreldrum boðið og það verður m.a. í boði að taka þátt í reiptogi og kassabílakeppni.