Fréttir, Hátíðir

Skólinn settur í 33. sinn föstudaginn 18. ágúst

Nemendur, aðstandandendur og starfsfólk komu saman síðastliðinn föstudag þar sem kennarar tóku á móti nemendum sínum og buðu þá velkomna. Elstu nemendur skólans færðu 1. bekkingum lítinn blómvönd sem samanstóð af villtum plöntum sem tákna þá hæfileika og dyggðir sem eiga eftir að þroskast með nemendunum á þeirri vegferð sem skólagangan er. Athöfnin átti sér stað utandyra, en að henni lokinni fóru nemendur í fylgd með kennurum sínum í skólastofur á meðan foreldrar og annað starfsfólk skólans fóru yfir hagnýt atriði.

Að lokum hittust allir til að gróðursetja trjáplöntur í tilefni upphaf nýss skólaárs.