Fréttir

Skólasetning föstudaginn 19. ágúst

Kæra skólasamfélag.

Skólasetning fyrir skólaárið 2022-2023 verður föstudaginn 19. ágúst kl. 15:00.

Við höldum hefðinni og hittumst stundvíslega á úti sviðinu sem er staðsett í rjóðrinu sunnan megin við rauða húsið.

Börn og foreldrar fylgja sínum kennara í skólastofuna sína eftir athöfnina og þá verður farið yfir ýmis atriðið með foreldrum.

Að venju verður gróðursetning að athöfninni lokinni og biðjum við ykkur að vera í góðum skóm og taka með ykkur skóflu og fötu ef þið eigið.

Hlökkum til að sjá ykkur,

starfsfólk Lækjarbotna.