Hátíðir

Jólaball

Haustönninni lýkur með hefðbundnu jólaballi. Börn, foreldrar og starfsfólk dansa kringum jólatré og oftar en ekki kemur jólasveinn í heimsókn. Í lok skemmtunarinnar þá setjumst við niður og njótum veitinga saman sem hver fjölskylda hefur komið með.