Hátíðir

Luktarhátíð

Luktarhátíð er haldin á Marteinsmessu og er tileinkuð heilögum Marteini. Boðskapur hátíðarinnar er gjafmildi. Á þessum árstíma sendir sólin okkur sína síðustu geisla áður en hún hverfur okkur að baki Selfjalls. Nemendur útbúa luktir til að taka á móti geislum sólarinnir, geislum sem umbreytast í innra ljós. Þannig veitum við birtu og yl í tilveru hvers annars með ljóskerum og söng. Bekkirnir gefa hver öðrum smákökur eða annað góðgæti. Á þessum degi erum við vön að heimsækja vini okkar í Ásgarði, þar sem þeir eru gladdir með söng og einhverju góðgæti.