Hátíðir

Sólarkaffi

Þegar daginn tekur að lengja og það sést loks aftur til sólar í Lækjarbotnum, höldum við hátið og fögnum endurkomu sólarinnar. Sólarkaffið er í fyrstu viku í febrúar, þegar fyrstu sólargeislar ársins skína inn í Rauða húsið. Fluttur er hinn sígildi leikþáttur um veðmál sólarinnar og norðanvindsins. Eftir að hafa stigið sólartrommu-dansinn gæðum við okkur á vöfflum og sólarsafa.