Uncategorized

Öskudagur

Á Öskudegi er óhefðbundinn skóladagur sem lýkur með grímuballi. Nemendur mæta í skólann grímuklædd í takt við þema dagsins. Bekkir eru tvískiptir, yngri og eldri bekkur og farið er í ýmsa skemmtilega leiki. Starfsfólk mætir einnig í grímubúningi og settur er upp leikþáttur í flutningi valinkunnra leikara úr hópi starfsfólks. Þema dagins og leiksýningin haldast í hendur og lýkur deginum á að slá köttinn úr tunnunni.