Hátíðir

Jólabasar

Jólabasarinn er árviss viðburður í nóvember. Hann er í senn fjáröflun og kynning á því starfi sem fram fer í Lækjarbotnum og skemmtilegur vettvangur fyrir börn og fullorðna að mætast við handverksvinnu. Börn, foreldrar, starfsfólk skólans og leikskólans taka sameiginlega þátt í undirbúningi basarsins, í hugmyndavinnu sem og framkvæmd.

Margt er í boði; nemendur setja upp brúðuleikhús og barnakaffihús, eldbakaðar pizzur, jurtaapótek, tónlist, töfrar og vandaðir handverksmunir.  Við undirbúning og framkvæmd Jólabasarsins er sköpuð skemmtileg stemmning sem börn og fullorðnir taka þátt í og beðið er eftir með mikilli eftirvæntingu.