Fréttir

Jólabasar 20. nóvember

Waldorfskólinn í Lækjarbotnum hefur frá upphafi haft þá hefð að skapa fjölbreytt handverk á haustmánuðum þar sem nemendur, kennarar og foreldrar leggja hart að sér að setja á laggirnar jólabasar og búa þannig til upplifun fyrir okkur ásamt gestum í fallega Lækjarbotna dal.

Jólabasarinn hefur verið stærsta fjáröflun skólans. Á hinum hefðbundna basardegi hefur ávallt verið margt í boði. Sem dæmi, happadrætti, barnakaffihús, kaffihlaðborð, brúðuleikhús, kynning á svæðinu og ýmislegt fleira.  Margir koma ár hvert á basarinn og byrja þannig aðdraganda jóla og aðventu.

Í ár líkt og í fyrra bregðum við út af vananum og verður opnað fyrir netsölu laugardaginn 20. nóvember. Við munum vera með fjölbreytt úrval af skemmtilegum handverkum og hvetjum ykkur til að kíkja á síðuna hér. Næstkonadi föstudag verður uppbrot í skólastarfinu þar sem kennarar og börn munu gera sér glaðan dag. Eldri nemendur verða í pizzubakstri, yngri nemendur með barnakaffihús og veiðitjörn. Allar fjölskyldur eiga að koma með eina gjöf í veiðitjörnina.

Fyrir fram þakkir fyrir skilning og framlög með því að versla á vefbasar þetta árið.