Fréttir, Hátíðir

Jólabasar 18. nóvember 2023

Jólabasar Waldorfskólans og Waldorfleikskólans Yls verður haldinn laugardaginn 18. nóvember.

Nemendur, kennarar og foreldrar leggja hart að sér að setja jólabasarinn á laggirnar og búa til upplifun ásamt gestum í fallega Lækjarbotna dal.

Jólabasarinn hefur verið stærsta fjáröflun skólans og frá stofnun hefur Waldorfskólinn í Lækjarbotnum haft þá hefð að skapa fjölbreytt handverk á haustmánuðum sem síðan eru seld á basarnum. Fyrir utan handverkssöluna verður nóg annað í boði, sem dæmi: brúðuleikhús, veiðitjörn, kertadýfingar og eldbakaðar pizzur, einnig verður barnakaffihús og kaffihlaðborð á sínum stað.