Hátíðir

Þemadagar

Á þemadögum haustannar eru haldnir handverksdagar þar sem unnir eru ýmsir munir fyrir jólabasarinn. Allir nemendur skólans koma saman og skiptast niður í hópa þvert á árganga. Markmiðið er meðal annars að styrkja félagsleg tengsl á milli aldurshópa. Verkefnin eru fjölbreytt og endurspegla áherslur skólans í efnis- og verkefnavali. Ýmsir fallegir munir verða til á þemadögum og vel er vandað til verka.