Fréttir, Hátíðir

Skólasetning föstudaginn 20. ágúst

Kæra skólasamfélag

Skólasetning í Lækjarbotnum verður föstudaginn 20. ágúst kl. 15:00

Við höldum hefðinni og hittumst stundvíslega á útisviðinu sem er staðsett í rjóðrinu sunnan megin við rauða húsið.

Sökum samkomutakmarkana getum við ekki verið fleiri en 200 fullorðin á þessari athöfn og gott að hafa það í huga að vera færri heldur en fleiri með hverju barni.

Sleppum faðmlögum og handaböndum og heilsumst með öðrum hætti.

Börnin fylgja sínum kennara í stofuna sína eftir athöfnina og þá verður farið yfir ýmis atriðið með foreldrum.

Að venju verður gróðursetning að athöfninni lokinni og biðjum við ykkur að vera vel skóuð og taka með ykkur fötu og skóflu ef þið eigið.

Við hlökkum til að sjá ykkur,

Kær kveðja,

Starfsfólk Lækjarbotna