Sá siður hefur skapast í Waldorfskólum um allan heim að innleiða aðventuna á táknrænan hátt. Aðventugarðurinn er alltaf haldinn fyrsta sunnudag í aðventu og er hátíð þar sem nemendur, foreldrar og kennarar koma saman.Athöfnin felst í því að börnin ganga eitt af öðru með kerti, sem hefur verið komið fyrir í epli, inn að stóru kerti sem stendur í miðju aðventugarðsins. Þau tendra á kertinu og koma því fyrir í spíralnum þegar gengið er út úr honum. Þannig lýsist aðventugarðurinn smátt og smátt upp og erum við þannig minnt á ljósið sem við þurfum að bera innra með okkur í skammdeiginu. Eplin tákna jörðina og þá ávexti sem hún ber. Lifandi hljóðfæraleikur ljær athöfninni hátíðlegan blæ.
Aðventugarður
29
nóv