Fréttir, Hátíðir

Ólympíuleikar Lækjarbotna

Ólympíuleikarnir hefjast á morgun 14. maí, en þeir eru haldnir árlega hér í Lækjarbotnum. Leikarnir eru settir upp í anda upphaflegu forn-grísku leika þar sem allir nemendur skólans sameinast. Þeim er skipt niður í hópa, þvert á alla bekki og taka þátt í fjölbreyttum greinum sem dæmi, spretthlaup, dósakast, kaðlastökk, kúluvarp, hástökk, langstökk og þrístökk.