Fréttir

Birkisáning í Lækjarbotnum

Næsta föstudag þann 25. september klukkan 12.00 munu nokkrir bekkir í Waldorfskólanum í Lækjarbotnum taka þátt í viðburði í boði Kópavogsbæjar.

Kópavogsbær er einn samstarfsaðila Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í landssöfnun á birkifræjum sem hleypt var af stokkunum 16. september síðastliðinn, á Degi íslenskrar náttúru.

Birkifræjunum sem safnast á höfuðborgarsvæðinu verður sáð í örfoka land í Selfjalli í Lækjarbotnum sem er í landi Kópavogs en Selfjall blasir við á hægri hönd þegar Suðurlandsvegur er ekinn í austur frá höfuðborgarsvæðinu, og er fyrsta fjalla eftir að ekið hefur verið framhjá afleggjara í Heiðmörk.

Í tilkynningu frá Kópavogsbæ er almenningi boðið að taka þátt í sáningu birkifræjanna í tveimur viðburðum, næsta laugardag þann 26.september klukkan 11:00 og 3. október á sama tíma. Fánaborg mun blasa við vegfarendum sem ætla að taka þátt í sáningunni þannig að afleggjarinn á ekki að fram hjá þátttakendum. Birkisáningin stendur frá 11.00 til 14.00.